Fjölæringur, allt að 75 sm hár. Laufin 6-10 sm, egglaga til kringlótt að ummáli, 2-þrískipt, flipar egglaga-lensulaga, hvasstenntir, 2,5-5 x 1-3 sm, miðflipinn stöku sinnum fjaðurflipóttur, laufleggur um 10 sm langur.
Lýsing
Sveipir með 10-15 mislanga geisla, allt að 3,5 sm, stoðblöð smáreifa fá, allt að 3 mm. Blómin gul. Aldin 2-4 mm.