Styttur og minnismerki

Styttan af Matthíasi Jochumssyni

Brjóstmyndin af Matthíasi Jochumsyni

er elsta styttan í Lystigarðinum. Hana gerði Ríkharður Jónsson og var hún afhjúpuð á áttatíu ára afmæli skáldsins þann 11. nóvember 1915.

Brjóstmyndin af frú Margarethe Schiöth

er næstelst af styttunum. Styttuna gerði Jónas Jakobsson og var hún afhjúpuð á áttatíu ára afmæli hennar.

Styttan af Margarethe Schiöth
Styttan af Jóni Rögnvaldssyni

Brjóstmyndin af Jóni Rögnvaldssyni

er gerð af Helga Gíslasyni og var hún afhjúpuð 1985 en þá var öld liðin frá fæðingu Jóns.

Konur gerðu garðinn

Lágmyndin eftir Tove Olafsson er til að minnast þess óeigingjarna starfs sem konur lögðu á sig við uppbyggingu garðsins. Talið er að hún hafi verið afhjúpuð 1942.

Lágmyndin "Konur gerðu garðinn" eftir Tove Olafsson
Mynd af Grísatjörn þegar verið var að klára hana

Barnatjörn/Grísatjörn

Einnig má nefna litla buslutjörn á tjarnarsvæðinu sem Margrét Jónsdóttir gerði árið 1994 til heiðurs barnapíum á Akureyri. Tjörnin er ýmist kölluð Barnatjörn eða Grísatjörn.