Húsin í Lystigarðinum

Eyrarlandsstofa

er elsta húsið í garðinum og er byggt 1848 og því eitt af elstu húsum bæjarins. Hún tilheyrði Stóra Eyrarlandi og var amtsmannsbústaður hér áður fyrr. Nú gegnir hún því hlutverki að vera kaffistofa starfsfólks Lystigarðsins. Húsið var flutt inn í garðinn 1986, gert upp á staðnum og tekið formlega í notkun 1987.

Jónshús

stendur andspænis Eyrarlandsstofu. Húsið er nefnt eftir Jóni Rögnvaldssyni. Húsið var tekið í notkun 1994 og reist af þáverandi bæjarsmiðum Akureyrar. Þar er starfsmannaaðstaða, skrifstofa og almenningssalerni.

Vélaskemman

í vesturhluta garðsins var byggð í stíl við gömlu húsin.

Gróðurhúsið

Gróðurhúsið var tekið í notkun árið 1999 og byggt með dyggum stuðningi Garðyrkjufélags Akureyrar. Gróðurhúsið er rétt um 120 fermetrar og þar fer fram ræktun á sumarblómum og fjölæringum. Gróðurhúsið er ekki opið fyrir almenning.

Kaffihúsið

Kaffihúsið stendur norðaustan við Eyrarlandsstofu og var formlega tekið í notkun árið 2012, á 100 ára afmælisári Lystigarðsins og 150 ára afmælisári Akureyrarkaupstaðar. Þar er nú rekið Kaffi LYST
Arkitektastofan Kollgáta hlaut Menningarverðlaun DV fyrir arkitektúr hússins í mars 2013 og það var tilnefnt til Evrópusambandsverðlauna í samtímabyggingarlist 2013 af Arkitektafélagi Íslands.