Laukjurt. Stönglar allt að 60(-70) sm háir, mjóir. Grunnlauf allt að 30 x 1 sm.
Lýsing
Blómskipunin klasi, stundum greinóttur við grunninn. Blómhlífarbleðlar 3-6 sm, móhvítir, með nögl, innri kransinn ögn lengri en sá ytri, jaðrar tenntir við oddinn. Fræflar lengri en blómhlífarblöðin. Frjóhnappar hvítir. Aldin 8-15 sm, sívöl.