Viburnum x rhytidophylloides er blendingur milli V. rhytidophyllum og V. lantana. Plantan er hálfsígræn, með marga stofna, upprétt-bogsveigður runni sem verður allt að 3-3,6 m hár og álíka breiður.
Lýsing
Líkur V. rhytidophyllum en næstum sumargræn. Lauf 20 sm, meira egglaga-oddbaugótt, stærri, minna snörp, fín-tennt. Plantan verður dálítið bogadregin með aldrinum. Flatir skúfar (allt að 10 sm í þvermál) með rjómahvít blóm að vorinu, önnur ljósari blóm koma að haustinu. Vorblómin mynda aldin snemma hausts, þau eru græn í fyrstu, verða síðan skærrauð og að lokum glansandi svört (í september). Það getur myndast lítið af aldinum sum árin. Leðurkennd, þykk, hrukkótt, egglaga-aflöng, dökkgræn lauf (allt að 12 sm löng) eru ljósgræn neðan, geta orðið brúngræn að vetrinum og tötraleg.
Uppruni
Garðauppruni (um 1925).
Sjúkdómar
Engir þekktir sjúkdómar.
Harka
Z5
Heimildir
= 1, http://www.missouribotanicalgarden.org
Fjölgun
Sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar eða í blönduð runnabeð, í beðkanta, í limgerði. Snyrtið eftir þörfum strax að blómgun lokinni vegna þess að plantan myndar brum fyrir blóm næsta árs að blómgun lokinni. Mesta af aldinum myndast við víxlfrjóvgun foreldra eða klóna blendingsins.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur sem sáð var til 1999, önnur var gróðursett í beð 2001, en hin 2004, báðar þrífast vel.