Fara í efni
Fréttir
English
Plöntur
Garðaflóra
Flóra Íslands
Um Lystigarðinn
Saga Lystigarðsins
Umgengnisreglur
Húsin í Lystigarðinum
Styttur og minnismerki
Staðsetning og yfirlitskort
Hafa samband
English
Forsíða
/
Plöntur
/
Garðaflóra
/
Svarthnöri
Veratrum nigrum
Ættkvísl
Veratrum
Nafn
nigrum
Íslenskt nafn
Svarthnöri
Ætt
Liljuætt (Liliaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Svartfjólublár.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
1-1,3 m
Vaxtarlag
Planta allt að 1,3 m há. Lauf hárlaus, þau neðri allt að 35 sm, breiðegglaga, þau efri fara mjókkandi og minnkandi upp eftir stönglinum.
Lýsing
Blómin eru í klasa eða lítt greindum skúf. Blómhlífarflipar oftast < 7 mm, rauðbrúnir til svartir, hárlausir eða ögn hærðir utan. Fræhýði hárlaust.
Uppruni
Evrasía.
Harka
6
Heimildir
= 1, 2
Fjölgun
Sáning, skipting að vori.
Notkun/nytjar
Plantan er notuð stakstæð, sem bakgrunnur í fjölæringabeð, í raðir. Þarf ekki uppbindingu.
Reynsla
Harðgerð, hefur reynst vel í Lystigarðinum. Jarðstönglar gildir og eitraðir eins og hjá bjarthnöra (V. album).