Fremur grannvaxin planta, 60-100(-160) sm há, með brúnar, nettrefjar neðantil og myndar með því slíður. Laufleggur allt að 10 sm, laufblaðka aflöng-lensulaga eða mjó aflöng-oddbaugótt, 25-32 x 1-4(-8) sm hárlaus, fleylaga við grunninn, langodddregin.
Lýsing
Skúfur með 2 eða 3 fremur stuttar greinar, sjaldan með smágreinar, Blómin lotin, aðalskúfgreinin þétt ullhærð, stoðblöð 3-4 mm, dúnhærð á jöðrum og á neðra borði. Blómleggur 1-1,4 sm, um 2 x lengd blómhlífarinnar. Blómhlífarblöð svartpurpura, næstum öfugegglaga-aflöng, 5-7 x 2-1 mm, grunnur ekki með nögl, jaðar heilrendur.Fræflar 3-4 mm. Eggleg hárlaust. Hýði upprétt, 1-1,7 x 0,5-1 sm.