Veratrum maackii

Ættkvísl
Veratrum
Nafn
maackii
Íslenskt nafn
Lensuhnöri
Ætt
Liljuætt (Liliaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Svartpurpura.
Blómgunartími
Ágúst.
Hæð
60-100(-160 sm).
Vaxtarlag
Fremur grannvaxin planta, 60-100(-160) sm há, með brúnar, nettrefjar neðantil og myndar með því slíður. Laufleggur allt að 10 sm, laufblaðka aflöng-lensulaga eða mjó aflöng-oddbaugótt, 25-32 x 1-4(-8) sm hárlaus, fleylaga við grunninn, langodddregin.
Lýsing
Skúfur með 2 eða 3 fremur stuttar greinar, sjaldan með smágreinar, Blómin lotin, aðalskúfgreinin þétt ullhærð, stoðblöð 3-4 mm, dúnhærð á jöðrum og á neðra borði. Blómleggur 1-1,4 sm, um 2 x lengd blómhlífarinnar. Blómhlífarblöð svartpurpura, næstum öfugegglaga-aflöng, 5-7 x 2-1 mm, grunnur ekki með nögl, jaðar heilrendur.Fræflar 3-4 mm. Eggleg hárlaust. Hýði upprétt, 1-1,7 x 0,5-1 sm.
Uppruni
Kína, Japan, Kórea, Rússland.
Heimildir
= www.efloras.org/florataxon.aspx?flora-id=2&taxon-id=200028013
Fjölgun
Sáning, skipting að vori.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð, bakkantinn.
Reynsla
Var sáð í Lystigaðinum 2001 og gróðursettur í beð 2004.