Veratrum lobelianum

Ættkvísl
Veratrum
Nafn
lobelianum
Íslenskt nafn
Háhnöri
Ætt
Liljuætt (Liliaceae).
Samheiti
V. album ssp. lobelianum
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Gulgrænn.
Blómgunartími
Ágúst.
Hæð
Meira en 1 m
Vaxtarlag
Planta sem er meira en 1 m há, sterkleg, með trefjar sem ekki eru líkar neti við grunninn og mynda úr lokuðum blaðslíðrum. Stöngullauf legglaus eða næstum legglaus, lykja um stöngulinn neðst. Laufblaðkan breiðegglaga-oddbaugótt, 18-22 x 10-16 sm, lensulaga og miklu minni efst á stönglinum, þéttdúnhærð á neðra borði, snubbótt eða odddregin. Háhnöri er náskyldur bjarthnöra.
Lýsing
Blómskúfur allt að 30 sm langur með margar greinar og smágreinar, blómin mörg og þétt saman, aðalblómskipunarleggur þétt grádúnhærður. Blómleggur 1-2 mm, styttri en stoðblöðin, dúnhærður. Blómhlífarblöð gulgræn, mjó oddbaugótt, 1,1-1,2 sm x 4-4,5 mm, mjókka að stilklaga grunni, jaðar ógreinilega smátennt, næstum ydd eða snubbótt. Fræflar 6-7 mm. Eggleg hárlaust. Hýði 2,5 x um 1 sm.
Uppruni
Rússland, Mongólía, Xinjiang, M-Asía, Kákasus.
Heimildir
= www.efloras.org/florataxon.aspx?flora-id=2&taxon-id=200028012, www.pacificbulbsociety.org/pbswiki/index.php/Veratrum,
Fjölgun
Sáning, skipting að vori.
Notkun/nytjar
Sem stakstæð planta, í bakkant á fjölæringabeðum.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur undir þessu nafni, til annarrar var sáð 1991 og hún gróðursett í beð 1993 og til hinnar var sáð 1992 og hún gróðursett í beð 1995.