Ulmus glabra

Ættkvísl
Ulmus
Nafn
glabra
Íslenskt nafn
Álmur
Ætt
Álmætt (Ulmaceae).
Samheiti
U. campestre. pro parte. U. montana. U. scabra.
Lífsform
Lauffellandi tré.
Kjörlendi
Hálfskuggi til sól.
Blómalitur
Gulgrænn.
Blómgunartími
Snemma vors.
Hæð
-12 m (40)
Vaxtarlag
Lauffellandi tré sem getur orðið allt að 40 m hátt í heimkynnum, krónan breið og opin með útstæðar greinar. Ársprotar og brumhlífar dúnhærðar, börkurinn helst sléttur í mörg ár, verður seinna með sprungur.
Lýsing
Lauf 5-16 × 3-13 sm, oddbaugótt eða öfugegglaga, odddregin, stöku sinnum þríflipótt í oddinn, í grunninn ójafn, önnur hliðin tvíeyrð og þekur að hluta lauflegginn, gróf tvísagtennt, mattgræn og óslétt ofan, ljósari og dúnhærð neðan, æðastrengjapörin 14-20, laufleggir allt að 5 mm, dúnhærðir. Blóm í þéttum þyrpingum, fræni rauð. Blómin eru tvíkynja og vindfrævuð. Aldin allt að 2,5 sm, öfugegglaga til breið-oddbaugótt, dúnhærð að sýldum toppinum.ę
Uppruni
N & M Evrópa - Litla Asía.
Sjúkdómar
Álmlús (Tetraneura ulmi) sem notar rifs sem millihýsil.
Harka
Z5 og er ekki viðkvæmur fyrir frosti.
Heimildir
= 1, http://www.pfaf.org
Fjölgun
Sumgargræðlingum, sáningu.Fræi er sáð í sólreit strax og það hefur þroskast, það spírar oftast á nokkrum dögum. Fræ sem hefur verið geymt spírar ekki svona fljótt og það ætti að sá því snemma vors. Það er líka hægt að safna fræinu ‚grænu (það er þegar það er fullþroskað en áður en það hefur þornað á trénu) og sá því strax í sólreit. Það ætti að spíra mjög fljótt og hefur þá myndað stórar plöntur í lok sumars. Þegar smáplönturnar eru orðnar nógu stórar til að handfjatla þær, er hver og ein sett í sinn pott og þær hafðar í gróðurhúsi fyrsta veturinn. Gróðursetjið þær á framtíðarstaðinn síðla næsta vors eða snemmsumars eftir að frosthættan er liðin hjá. Það ætti ekki að hafa plönturnar lengur en 2 ár í uppeldisbeði í gróðrarstöðinni, þar sem þær mynda stólparót og því er erfitt að flytja þær gamlar. Sveiggræðsla með rótarskotum og græðlingar.
Notkun/nytjar
Í limgerði, sem stakstætt tré, í þyrpingar, í blönduð beð.Álmurinn er auðræktaður í hvaða meðalfrjóum jarðvegi sem er svo fremið að hann sé vel framræstur. Vex helst í djúpum, þungum jarðvegi sem er rakur en ekki vatnsósa og þrífst ekki í jarðvegi sem er mjög súr. Þolir meðalskugga. Mjög vindþolinn og þolir saltúða af hafi. Trén varpa miklum skugga. Myndar sjaldan rótarskot en þolir klippingu vel. Hollenska álmsýkin leggst á álminn, sjúkdómur sem hefur eyðilagt stóran hluta álmanna á Bretlandseyjum og víðar. Gamlir álmar drepast niður í rót en þeir geta endurnýjast með rótarskotum, en þessar plöntur drepast líka þegar trén verða stærri. Það er engin örugg lækning til við álmsýkinni (1992) en flestar austurasísku (ekki þó Himalaja tegundir) tegundirnar eru ónæmar fyrir sjúkdómnum svo mögulegt er að þróa nýja, ónæma blendinga milli innlendra tegunda og hinna. Ýmsir álmar mynda blendinga saman frjóið geymist vel og hægta er að nota það með tegundum sem blómstra á mismunandi tímum. Skrauttré. Lirfur marga fiðrildategunda gæða sér oft á laufinu. Getur þolað loftmengun.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til 4 plöntur sem gróðursettar voru um 1970, þær eru farnar að vaxa og þrífast sæmileg og ein planta sem gróðursett var í beð 1988, þrífst vel.Harðgerður, vindþolinn, þurftamikill, þolir illa þurrk og frost, þarf mikinn áburð. Kjörhitastig er 11°C. Elsti álmur á Íslandi frá 1888. Álmsýki af völdum svepps hrjáir oft álmtegundir.
Yrki og undirteg.
Nokkur yrki í ræktun erlendis (ágrædd) - ekki vitað um þau hérlendis.