Laukur allt að 2 sm í þvermál, hnöttóttir. Innra borð laukhýðis lítið eitt hært við grunninn.
Lýsing
Blómstönglar 10-20 sm, að mestu neðanjarðar, hárlausir. Lauf 2-4 talsins, græn eða dálítið bláleit, oftast í sléttri blaðhvirfingu, hárlaus. Knúppar drúpandi. Blóm 1 eða 2. Blómhlífarblöð allt að 4 x 1 sm, gul með lilla eða rauðbrúnni slikju á ytra borði. Frjóþræðir hærðir, frjóhnappar og frjó gult.
Uppruni
NV Íran.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Hliðarlaukar, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, sem undirgróður undir tré og runna.
Reynsla
Harðgerð og auðræktuð tegund. Ein gömul breiða af þessum túlipana er í Lystigarðinum, blómstrar mikið og breiðist út. Önnur planta sem sáð var tiæ 1989 og gróðursett í beð 1992 þrífst vel og fjölgar sér líka í Lystigarðinum.