Líkur smátúlipana (Tulipa biflora) en með hærðan blómstöngul, 10-30 sm háan og 2-4 laufa.
Lýsing
Það geta verið allt að 12 dálítið minni blóm á stönglinum, sem oftast lykta óþægilega og eru með gula eða appelsínugula miðju. Frjóhnappar eru gulir með purpura enda eða alveg purpura eða brúnir.
Uppruni
M Asía.
Harka
5
Heimildir
1,2
Fjölgun
Hliðarlaukar, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir og skýld skrautblómabeð.
Reynsla
Meðalharðgerður-harðgerður. Myndirnar eru teknar í Grasagarði Reykjavíkur. Kom sem laukur 1998 úr blómabúð í Lystigarðinn.