Laukur 1,5-3 sm í þvermál, egglaga, laukhýði leðurkennt, svarbrúnt. Innra borð laukhýðis hárlaust eða með fáein hár neðst og efst.
Lýsing
Blómstönglar allt að 15 sm háir, hárlausir. Lauf 3-7 talsins, glansandi græn, hárlaus, jaðrar oft randhærðir. Knúppar uppréttir. Blóm 4-6, blómhlífarblöð 3-4 x 1,2-2 sm, hvít, græn eða stundum rauðmenguð á neðra/ytra borði og með gulan neðrihluta á innra borði. Frjóþræðir hærðir, gulir, frjóhnappar og frjó gult.
Uppruni
M Asía.
Harka
5
Heimildir
1,2
Fjölgun
Hliðarlaukar, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, sem undirgróður undir tré og runna.
Reynsla
Harðgerð planta, sem hefur verið lengi í ræktun hérlendis - sáir sér stundum út. Í Lystigarðinum eru til tvær gamlar breiður af þessum túlipana sem og plöntur sem sáð var til 1986 og 1987, allar þrífast vel.