Harðgerð tegund. Aðaltegundin er ekki í Lystigarðinum en tvö yrki eru það.
Yrki og undirteg.
'Fusilier' er mest ræktaða yrkið, plantan er allt að 30 sm há með grágræn, lensulaga lauf. Blómstönglar bera allt að 4 bollalga skærrauð blóm sem eru 12 sm í þvermál. Laukur úr blómabúð frá 1999 er til í Lystigarðinum.´Van Tubergen's Variety' er fallegur túlipani með mörg blóm á stönglinum og djúp-fagurrauð blóm. Hann verður allt að 25 sm hár og er mjög góður í steinhæðir, kanta og ker. þarf frjóan, velframræstan jarðveg í sól. Laukar frá 1999 og 2007 eru til í Lystigarðinum.