Laukar egglaga til hnöttóttir, laukhýði langt, leður- eða pappírskennt.
Lýsing
Blómstöngull allt að 45 sm, oft með bleika eða brúna slikju, þéttdúnhærður. Lauf allt að 32 x 16 sm, 3-5 talsins, oftast þétt saman og baksveigð, lensulaga-aflöng til lensulaga, bláleit, með dumbrauðar rákir á efra borði. Blómin stök, blómhlífarblöð 16 x 10 sm, oftast skarlatsrauð en stundum vínrauð, appelsínugul, gul, rjómalit eða marglit, tígullaga til aflöng-öfugegglaga, hornin bogadregin, ydd, endinn dúnhærður. Grunnblettur tígullaga, svartur á rauðu, rauður á gulu. Frjóþræðir hárlausir, svartir eða gulir, frjóhnappar svartir, frjó gult.
Uppruni
M Asía, Túrkestan.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Hliðarlaukar, sáning, fremur stuttur lífaldur um 2-3 ár.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, skrautblómabeð.
Reynsla
Harðgerð jurt sem betra er að skýla að vetrinum.
Yrki og undirteg.
Allmörg yrki hafa verið reynd í Lystigarðinum, öll reynst skammlíf, svo sem 'Ali Baba' með rauð blóm, 'Czaar Peter' með ljósrauð/hvít blóm, 'Fresco' fölrauður/gulhvítur, 'Large Copper' gul-appelsínugulur, 'Love Song' skarlatsrauður, með mjóa gula jaðra, Miskodeed' kóralbleikur/aprikósugulur, skærgulur, Pinocchio ljósrauður/hvítur, 'Queen Ingrid' rauð og gul krónublöð, 'Toronto' djúp-kóralrauð blóm með appelsínugulan hring við grunninn. Önnur yrki má líka nefna svo sem 'Golden Day', 'Red Riding Hood', 'Sweet Lady', 'Cape Cod', 'Mary Ann' og mörg fleiri.