Tulipa fosteriana

Ættkvísl
Tulipa
Nafn
fosteriana
Íslenskt nafn
Eldtúlípani
Ætt
Liljuætt (Liliaceae).
Lífsform
Laukur (15)
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Eldrauður/gul rönd.
Blómgunartími
Maí.
Hæð
15-50 sm
Vaxtarlag
Laukar 2-6 sm í þvermál, egglaga, laukhýði svarbrúnt, leðurkennt, með þétta líningu af grófu, gullnu hári.
Lýsing
Blómstönglar 15-50 sm háir með bleika slikju, stundum hærðir. Lauf 30 x 16 sm, 3-5 talsins, með löngu millibili, aflöng eða breiðegglaga, gljáandi græn, dúnhærð ofan. Blómin stök, með daufan ilm, blómhlífarblöð 18 x 8,5 sm, glansandi skærrauð, lang-egglaga til mjó-tígullaga til breiðlensulaga, oddur dúnhærður. Grunnflekkur svartur, blævængslaga eða 2-3 odda, jaðrar gulir. Frjóþræðir hárlausir, svartir, þríhyrndir. Frjóhnappar svart-fjólubláir, frjó purpurabrúnt eða gult.
Uppruni
Uzbekistan, Tadjikistan.
Harka
5
Heimildir
1
Fjölgun
Hliðarlaukar, sáning.
Notkun/nytjar
Steinhæðir og skýld skrautblómabeð.
Reynsla
Meðalharðgerð laukjurt, fremur skammlíf yfirleitt.
Yrki og undirteg.
'Yellow Emperor', 'Red Emperor' og 'White Emperor' eru blendingar með dílatúlipana (T. greigii).