Tré allt að 15 m hátt í heimkynnum sínum, stundum líka hærri. Krónan er keilulaga, þétt, greinar grannar, uppréttar, ársprotar glansandi gráir eða ljós gulbrúnir, með stutt hár, (stundum aðeins í hrukkunum).
Lýsing
Brumin kúlu-egglaga. Barrið bandlaga, 15-20 mm löng, 1,5-2 mm breið, heilrend, eða ör-sjaldan ógreinilega tennt í efri hluta kanta barrsins, bogadregin ofan eða næstum þverstýfð, sjaldan lítillega framjaðrað. Á neðra borði eru tvær hítar loftaugarákir. Könglar legglausir, lang-sívalir, 20-35 mm langir. Köngulhreistur fínhærð neðst, næstum kringlótt, um miðjuna og efst meira egglaga og lengri en þau eru breið. Fræ 4 mm löng, með 13-14 mm langan væng.&
Uppruni
N-Ameríka (SV Virginia til N Georgiu).
Harka
6
Heimildir
1, 7
Fjölgun
Sáning, síðsumargræðlingar, vetrargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, í sígræn beð, skuggamegin.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem keypt var 1985 og gróðursett í beð það ár. Kól af og til fyrstu árin en þrífst nú (2011) vel.