Tvíær jurt eða fjölær, hárlaus, 5-20 sm og með blágrænt lauf. Deyr að blómgun lokinni. Stönglar rákóttir, óholir og við grunninn eru rytjur af visnuðum blómleggjum, mikið greinóttir, greinahornin víð.
Lýsing
Sveipir samsettir. Karlsveipir 1 sm í þvermál, flatir í toppinn. 4-8 sléttir, næstum jafnlangir geislar 5-10 mm. Kvensveipir svipaðir en geislar mjög mislangir, allt að 3 sm langir. Blómskipunarleggir lengri en geislarnir. Karlplöntur með þétta sveipi og mörg, leggjuð blóm. Kvenplöntur með gisnum sveip og fá, legglöng blóm. Neðstu laufin 2-3 fjaðurskipt, flipar 5-15 mm, bandlaga, yddir, með brjóskkenndan odd. Blaðleggir grannir með slíður neðst. Efstu laufin smærri og meira eða minna skipt. Kímblöð mjókka að grunni, legglaus. Stoðblöð 0-1 talsins, 3 skipt. Reifablöð 0 til 3, 2-3 skipt. Blómin hvít. Stílar mynda stílfót. Blómin 5-6. Aldin 3 mm, egglaga, hliðflöt, slétt. Saumur mjór. Klofaldin með áberandi breiða hryggi. Aldinstæði til staðar. Ilmkirtlar 5, inn á milli stórra hryggja og 4 litlir á milli þeirra. Stílar 2-3 x hærri en stílfóturinn. Fræni koll laga.
Uppruni
S Evrópa, SV Asía.
Heimildir
https://www.brc.ac.uk/plantatlas/index.php?q=plant/trinia-glauca, og
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð.
Reynsla
Hefur verið til í Lystigarðinum af og til, reynst skammlíf og heldur lítil skrautplanta.