Tilia cordata

Ættkvísl
Tilia
Nafn
cordata
Íslenskt nafn
Hjartalind
Ætt
Lindiætt (Tiliaceae).
Samheiti
T. microphylla. T. parvifolia. T. ulmifolia
Lífsform
Sumargræbt tré.
Kjörlendi
Sól eða hálfskuggi.
Blómalitur
Fölgulur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
Óvíst hve hátt tréð verður hérlendis, allt að 30 m hátt og 12 m breitt erlendis.
Vaxtarhraði
Vex meðalhratt.
Vaxtarlag
Lauffellandi tré sem getur orðið allt að 40 m hátt í heimkynnum sínum, oftast minni, krónan með útstæðar greinar, stofninn myndar oft rótarskot. Ársprotar hárlausir eða fíndúnhærðir aðeins í fyrstu.
Lýsing
Lauf 3-7 × 3-7 sm, hálfkringlótt, snögglega odddregin, fíntennt, glansandi dökkgræn og hárlaus ofan, verða hárlaus með hárdúska í æðakrikunum á neðra borði. Laufleggir 1-3 sm langir. Blómskúfar hangandi til hálfuppréttir, með mjóan legg, 5-7 blóma, stoðblöð 4-7 sm, hárlaus, blómin fölgul, ilmandi. Blómin eru tvíkynja og eru frævuð af skordýrum. Aldin hnöttótt, stundum með dálítil rif, með þunnan aldinvegg, grálóhærð, verða hárlaus.
Uppruni
England og Wales, NA Spánn, Svíþjóð, norður og austur til N Rússlands og S Kákasus.
Sjúkdómar
Mjög viðkvæm fyrir blaðlús. Plöntur í þessari ættkvísl hafa viðnámsþrótt gegn hunangssvepp.
Harka
Z3, ekki viðkvæmt fyrir frosti.
Heimildir
= 1, http://www.pfaf.org
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar.Ef mögulegt er, er best að ná í nýtt fræ sem er þroskað en hefur ekki enn þróðað harðan aldinvegg og sá því strax í sólreit. Það getur verið að fræið spíri næsta vor en það getur tekið 18 mánuði. Fræ sem hefur verið geymt getur spírað mjög hægt. Það er með harðan aldinvegg, djúpan dvala plöntufóstursins og harða skel utan á aldinveggnum. Allt þetta gerir að verkum að það getur tekið fræið allt að 8 ár að spíra. Ein aðferð til að stytta þennan tíma er að hafa fræið í 5 mánuði í miklum hita (stratification) (10°C að nóttu og allt að 30°C að deginum) og síðan 5 mánaða kuldameðferð. Þegar smáplönturnar eru orðnar nógu stórar til að handfjatla þær er hverri plantað í sinn pott og þær hafðar í gróðurhúsi fyrsta veturinn. Gróðursetjið þær á framtíðarstaðinn síðla vors eða snemmsumars, eftir að frosthættan er liðin hjá. Sveiggræðsla að vorinu rétt áður en laufin koma. Tekur 1-3 ár. Rótarskot, ef þau myndast, er hægt að taka með eins miklu af rótum og hægt er þegar plantan er í dvala og gróðursetja strax.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, sem stakstætt tré, í beð.Þrífst best í frjóum, rökum jarðvegi, basískum eða hlutlausum en getur líka þrifist í ögn súrum jarðvegi. Vex illa í mjög þurrum jarðvegi eða mjög blautum. Þolir að vera talsvert áveðurs. Það er auðvelt að flytja plönturnar, jafnvel stór tré, allt að 60 ára tré hafa verið flutt með góðum árangri erlendis Trén er hægt að klippa eða stýfa. Þau mynda fjölda rótarskota. Þessi tegund myndar mun minna af rótarskotum en fagurlind (T. platyphyllos) eða garðalind (T. x vulgaris). Linditré hafa tilhneigingu til að mynda blendinga með öðrum tegundum af ættkvíslinni.Plantan getur þolað nokkurt rok en ekki saltúða frá hafi.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til 3 plöntur undir þessu nafni sem sáð var til 2001 og gróðursettar í beð 2004, 2007 og 2011, allar þrífast vel. Auk pess eru til tvær plöntur úr annarri sáningu frá 2001 sem enn eru í sólreit. Hefur reynst vel í garðinum það sem af er (meðalkal 1) en reynsla fremur stutt, er þó búin að vera ein 5 ár á beði (ath. kom sem T. sibirica - ath. betur rétt nafn og greiningu).
Yrki og undirteg.
Fjölmörg yrki eru í ræktun erlendis.