Thuja occidentalis

Ættkvísl
Thuja
Nafn
occidentalis
Yrki form
Buchananii
Íslenskt nafn
Kanadalífviður
Ætt
Sýprisætt (Cupressaceae).
Lífsform
Sígrænt lítið tré.
Kjörlendi
Sól - hálfskuggi, skjól.
Blómgunartími
Júní.
Hæð
3-6 m
Vaxtarhraði
Hægvaxta.
Vaxtarlag
Mjókeilulaga, 3-6 m hátt, mjög fíngert yrki með grannar og gisnar greinar, mjög stuttar.
Lýsing
Ársprotar grannir og gisnir. Þeir síðustu brúnir í fyrstu. Endar grænir, að lokum grágrænir. Barr (hreistur)/ nálar skarast þétt og eru mjög smáar.
Uppruni
Yrki.
Harka
Z2
Heimildir
= 7
Fjölgun
Vetrargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, í steinhæðir.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til undir þessu nafni ein planta frá 1989 og önnur frá 1998, báðar gróðursettar í beð 2001. Vetrarskýling 2001-2007. Þrífast vel. Sú eldri kelur ekkert hin yngri á það til að kala stöku ár.