Thlaspi stylosum

Ættkvísl
Thlaspi
Nafn
stylosum
Íslenskt nafn
Dvergasjóður
Ætt
Krossblómaætt (Brassicaceae)
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Lilla lit.
Blómgunartími
Apríl-mai.
Hæð
- 3 sm
Vaxtarlag
Dvergvaxin, þýfð, fjölær jurt, allt að 3 sm, stöku sinnum 6 sm há. Laufin 5-10 mm, oddbaugótt, með legg, heilrend. Stöngullauf 2-4, legglaus.
Lýsing
Bikarblöð hálf lengd krónublaðanna. Krónublöðin 5 mm, lillalit. Frjóhnappar fjólubláir. Blómskipun með aldinum þétt, stutt, aldin með breiða vængi. Stíll 3-5 mm, nær fram fyrir grunna sýlingu vængjanna.
Uppruni
M Ítalía (M & S Apenninafjöll).
Heimildir
= 2
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í hleðslur.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 2000 og gróðursett í beð 2003, þrífst vel.