Thlaspi montanum

Ættkvísl
Thlaspi
Nafn
montanum
Íslenskt nafn
Fjallasjóður
Ætt
Krossblómaætt (Brassicaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Snemmsumars.
Hæð
10-30 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt sem myndar breiður, hárlaus, gráleit. Stönglar 10-30 sm, uppréttir. Lauf heilrend eða fíntennt og bugðutennt. Grunnlauf legglöng, egglaga til kringlótt. Stöngullauf egglaga-aflöng.
Lýsing
Krónublöð 5-7 mm, hvít. Frjóhnappar fölgulir. Skálpar 6-8 mm öfughjartalaga með breiða vængi og með breiða sýlingu.
Uppruni
N & S Evrópa.
Heimildir
2, www.pnwflowers.com/flower/thlaspi-montanum-var-montanum
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í beð, í steinhæðir.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 2002 og gróðursett í beð 2006, þrífst vel.