Fjölær jurt um 60 sm há, hárlaus. Stönglar greinast ofantil. Lauf eru 3 fjaðurskipt, blaðflipar eru egglaga, sagtenntir eða stórir-egglaga með bogadregnar, grunnar skiptingar.
Lýsing
Blómin eru þéttum skúf með purpura slikju, koma í júní-júlí. blómleggir eru grannir. Bikar er 4-5 deildur, verða snemma purpuralitir. Breiðari endinn oft í hvítum litum. Frjóhnappar eru purpura og frævur eru 3-5, engir stílar. Aldin egglaga hneta.