Thalictrum simplex

Ættkvísl
Thalictrum
Nafn
simplex
Íslenskt nafn
Lofnargras
Ætt
Sóleyjarætt (Ranunculaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Purpura-ljósgræn.
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
50-100 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, 50-100 sm há, hárlaus eða kirtildúnhærð. Stönglar ógreindir eða greindir frá grunni, sléttir. Stöngullauf upprétt, þau neðstu um 20 sm að leggnum meðtöldum. Laufblaðkan 2-fjaðurskipt, blaðka smálaufa fleyglaga, fremur mjó, kringlótt-tígullaga, breið-egglaga, 2-4 x 1,4-4 sm, grunnur mjófleyglaga til bogadreginn, jaðar með 3 flipa, flipar bogtenntir, bogadregin í oddinn, snubbótt eða ydd. Æðastrengir upphleyptir á neðra borði. Blöðkur efstu laufa smáar, blaðka smálaufa fleyglaga-öfugegglaga, öfugegglaga eða kringlótt, grunnur snubbóttur eða fleyglaga, hvassydd.Mjög líkt ljósagrasi (T. lucidum), en með langa jarðstöngla.
Lýsing
Blómskipunin skúfur, 9-30 sm. Blómleggur 1-7 mm. Bikarblöð 4, visna snemma, mjó-oddbaugótt, um 2,2 mm. Fræflar hangandi, um 15, frjóþræðir þráðlaga, frjóhnappar mjó-aflangir, um 2 mm, broddyddir. Frævur 3-6, fræni breið-þríhyrnd. Hnetur legglausar, mjó-egglaga eða mjó-oddbaugóttar, um 2 mm, rif um 8 talsins.
Uppruni
Evrópa, Kína, Japan, Kórea, Mongólía, Rússland, M & SV Asía.
Harka
7
Heimildir
1,2, www.efloras.org/florataxon.aspx?flora-id=2&taxon-id=200008240, Flora of China.
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð, í blómaengi.
Reynsla
Ein gömul planta er til undir þessu nafni í Lystigarðinum, þrífst vel.
Útbreiðsla
Náttúrulegir vaxtarstaðir eru graslendi, rök engi, klettahryggir.