Thalictrum rochebrunianum

Ættkvísl
Thalictrum
Nafn
rochebrunianum
Íslenskt nafn
Huldugras
Ætt
Sóleyjarætt (Ranunculaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól og skjól.
Blómalitur
Purpura eða hvítur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
60-100 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, allt að 100 sm há, hárlaus með stuttan jarðstöngul. Lauf 3-4 x skipt í 3 hluta eða fjaðurskipt. Smálauf 2-3 sm, öfugegglaga til oddbaugótt, heil eða flipótt.
Lýsing
Blómskipunin strjálblóma skúfur. Bikarblöðin um 7 mm, purpura eða hvít. Fræflar um það bil jafn löng og bikarblöðin, frjóþræðir þráðlaga. Hnetur hliðflatar, 10-20, leggstuttar og gáróttar.
Uppruni
Japan.
Harka
8
Heimildir
= 1, 2
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í skrautblómabeð.
Reynsla
Hefur vaxið á Akureyri frá 1976, blómstrar fremur seint og ekki mikið, góð garðplanta. Í Lystigarðinum er til planta sem sáð var til 1987 og gróðuraett í beð 1989, þrífst vel og önnur sem sáð var til 2010 og gróðursett í beð 2015.