Thalictrum pubescens

Ættkvísl
Thalictrum
Nafn
pubescens
Íslenskt nafn
Hildargras
Ætt
Sóleyjarætt (Ranunculaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, raklendi.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Júní-júlí.
Hæð
- 150 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, allt að 150 sm há, stönglar hárlausir. Lauf eru grunnlauf og stakstæð stöngullauf, 3-fjaðurskipt með 15-37 leggjuð smálauf. Stöngullauf eru legglaus, grunnlauf með langan legg. Laufblöðkurnar eru aflangar til kringlóttar, hárlausar ofan, neðra borð er hárlaust eða með fíngerð hár, bogadregin við grunninn, endinn skiptist í 3 breiða, oddlausa flipa, eru heilrendar.
Lýsing
Blóm einkynja eða tvíkynja, plöntur með einkynja karl- og kvenblóm sitt á hvorri plöntunni (dioecious) eða líka með nokkur tvíkynja blóm (polygamo-dioecious), blómin hvít, fjölmörg í stórum endastæðum skúf. Bikarblöð 4-5, aflöng, öfugegglaga, oddlaus, visna fljótt eftir að blómið hefur sprungið út, 2-3,5 mm löng. Krónublöð engin, fræflar fjölmargir, frjóþræðir 3,5-5 mm langir, ögn bólgnir rétt neðan við frjóhnappana. Frævur 4-15. Hnetur, saman í knippi, spólulaga, hárlausar og gáróttar.
Uppruni
N-Ameríka.
Heimildir
http://www.northernontarioflora.ca/description.cfm?speciesid=1005016-fl
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð.
Reynsla
Er ekki í Lystigarðinum. Myndirnar eru teknar í Grasagarði Reykjavíkur.
Útbreiðsla
Vaxtarstaðir í náttúrunni eru á bökkum lækja og áa, í flóum og mýrum.