Fjölær jurt, allt að 30 sm há, með stuttan jarðstöngul. Flest laufin eru stöngullauf, 2 x þrískipt, hárlaus. Smálauf allt að 2 sm, næstum kringlótt, 3-flipótt og bogtennt.
Lýsing
Blómin fá. Bikarblöð 4, hvít til fölpurpura, allt að 1,2 sm löng. Fræflar styttri en bikarblöðin, uppréttir. Frjóþræðir þráðlaga. Hnetur 2-6, legglausar, gáróttar.
Uppruni
Grikkland til Litlu Asíu.
Harka
7
Heimildir
= 2
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð.
Reynsla
Gömul planta með þessu nafni hefur verið í Lystigarðinum lengi, þrífst vel.