Thalictrum minus

Ættkvísl
Thalictrum
Nafn
minus
Íslenskt nafn
Sjafnargras
Ætt
Sóleyjarætt (Ranunculaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Gulur eða purpuragrænn.
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
15-150 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, 15-150 sm há, þýfður eða með langa jarðstöngla. Lauf hárlaus eða ögn kirtilhærð, græn eða blágræn, 3-4 fjaðurskipt. Smálauf næstum kringlótt til egglaga, flipótt.
Lýsing
Blóm fjölmörg í þéttum eða gisnum skúf. Bikarblöð 4-5, gul eða purpuragræn. Fræflar lengri en bikarblöðin, hangandi, frjóþræðir þráðlaga. Hnetur 3-15, legglausar, gáróttar.
Uppruni
Evrópa til tempraða hluta Asíu.
Harka
6
Heimildir
= 1, 2
Fjölgun
Skipting, sáning, fræið er lengi að spíra.
Notkun/nytjar
Sem undirgróður, í blómaengi, í fjölæringabeð.
Reynsla
Harðgerð, ræktuð fyrst og fremst vegna blaðfegurðar.
Yrki og undirteg.
Afar breytileg tegund einkum að stærð og útliti. Mörg afbrigði er hægt að finna sem tegund, undirtegund eða með aðra stöðu innan flokkunarfræðinnar. Eftirfarandi nöfn eru oft notuð í görðum: T. adiantifolium Besser, T. arenarium Butcher, T. elatum Boisser, T. kemense Fries, T. majus Cranz, T. pubescens Schleicher, T. purpureum Shaug, T. saxatilis de Candolle.