Fjölær jurt, allt að 60 sm há með stutta jarðstöngla, kirtilhærð, LYKTAR ILLA. Lauf 3-4 fjaðurskipt, smálauf um 5 mm, egglaga til öfugegglaga eða kringlótt, flipótt.
Lýsing
Blómin fjölmörg í gisnum, hangandi skúfum, gulgræn. Bikarblöð um 3 mm !, fræflar lengri en bikarblöðin, hangandi, frjóþræðir þráðlaga. Hnetur 8-10, legglaus, gáróttar.
Uppruni
Evrópa að tempraða hlita Asíu.
Harka
6
Heimildir
= 1, 2
Fjölgun
Skipting, sáning, fræið er lengi að spíra.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, sem undirgróður, í blómaengi.
Reynsla
Harðgerð planta, ræktuð vegna blaðfegurðar. Aðaltegundin er ekki í Lystigarðinum, en T. foetidum v. glabrescens var sáð 2009 og er í uppeldi.