Fjölær jurt sem myndar brúska, er með jarðstöngla sem skríða lítið eitt. Stönglar eru 20-60 sm háir. Laufin eru 2-3 skipt, smálaufin 1,5-8 sm löng, egglaga til egglaga-aflöng eða bogadregin, oft grunnflipótt, bláleit, fleyglaga til hálfhjartalaga, með himnufald og bláleit á neðra borði.
Lýsing
Blómin eru með hvít, oddbaugótt bikarblöð og frjóþræði sem breikka að toppi, þau eru í flat-toppa skúfum.