Thalictrum diffusiflorum

Ættkvísl
Thalictrum
Nafn
diffusiflorum
Íslenskt nafn
Nönnugras
Ætt
Sóleyjarætt (Ranunculaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Fölpurpura.
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
70-90 sm
Vaxtarlag
Fjölær planta, allt að 100 sm há, með smá kirtlahár eða hár. Lauf 2-3 fjaðurskipt eða skipt í 3 hluta. Smálauf oftast 5 < mm í þvermál, næstum kringlótt, 3-5 tennt, grágræn.
Lýsing
Blómin fá eða mörg í stórum skúfum, allt að 4 sm í þvermál. Bikarblöð allt að 2 sm, fölpurpura. Fræflar miklu styttri en bikarblöðin, hangandi, frjóþræðir þráðlaga. Hnetur 10-20, með legg, flatar.
Uppruni
SA Tíbet.
Harka
7
Heimildir
= 1, 2
Fjölgun
Skipting, sáning, fræið er lengi að spíra.
Notkun/nytjar
Sem undirgróður, í skrautblómabeð, í blómaengi. Þarf uppbindingu.
Reynsla
Harðgerð tegund og ein sú fallegasta innan ættkvíslarinnar.