Fjölær jurt með stuttan og sveran jarðstöngul og með uppréttan stöngul, allt að 200 sm háan, oftast purpuralit. Lauf skipt, þau neðstu með legg, þau efstu legglaus, flipar þykkir, aflangir, heilrendir, fíndúnhærðir neðan.
Lýsing
Blómskipunin hálfsveipur-skúfur, stór og falleg. Bikarblöð 2,5 mm löng, jafnlöng og fræflarnir. Blóm álút, hvít með purpura slikju.
Uppruni
N Ameríka.
Harka
3
Heimildir
= 1, HHP
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í blómaengi.
Reynsla
Ekki í Lystigarðinum 2015.
Útbreiðsla
Vex villt í kjarrlendi í rökum jarðvegi, oft neðan við kalkkletta. Laufin haldast græn langt fram eftir hausti ef þurrt er í veðri.