Thalictrum chelidonii

Ættkvísl
Thalictrum
Nafn
chelidonii
Íslenskt nafn
Sifjargras
Ætt
Sóleyjarætt (Ranunculaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Bleikur-lilla.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
40-90 sm
Vaxtarlag
Fjölær planta, 30-250 sm há, hárlaus. Lauf 2-3 fjaðurskipt eða þrískipt, stundum með æxlilauka í blaðöxlunum, smá lauf 1-4 sm, egglaga til næstum kringlótt, 7-13 flipótt eða tennt.
Lýsing
Blómskipunin í fáblóma eða margblóma skúfur, bikarblöð 4 talsins, bleik eða lilla, allt að 12 mm. Fræflar hangandi, ekki lengri en bikarblöðin, frjóþræðir þráðlaga. Hnetur 10-15, flatar, blómleggurinn langur.
Uppruni
Himalajafjöll.
Harka
7
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning, fræið er lengi að spíra.
Notkun/nytjar
Sem undirgróður, í fjölæringabeð, í blómaengi.
Reynsla
Harðgerð falleg og eftirsóknarverð tegund (H.Sig) -2,5 m samkvæmt RHS getur orðið hærri við bestu skilyrði. Er ekki í Lystigarðinum 2015.