Fjölær jurt, allt að 100 sm há með stuttan jarðstöngul. Lauf 2-3 fjaðurskipt, hárlaus, smálauf allt að 3 sm eða lengri, öfugegglaga, bogtennt og með axlablöð.
Lýsing
Blóm stundum einkynja, mörg stórum skúf. Bikarblöðin grænhvít, um 4 mm. Fræflar lengri en bikarblöðin, uppréttir, frjóþræðir kylfulaga, oftast purpuralitir, stundum hvítir eða bleikir. Hnetur með vængi, legglangar, hangandi.
Uppruni
Evrópa og tempraði hluti Asíu.
Harka
6
Heimildir
= 1, 2, HHP
Fjölgun
Skipting, sáning (fræið lengi að spíra).
Notkun/nytjar
Sem undirgróður, í fjölæringabeð, í þyrpingar, í blómaengi.
Reynsla
Harðgerð jurt sem þarf yfirleitt ekki uppbindingu.
Yrki og undirteg.
Ýmis yrki eru til svo sem 'Album' með hvít blóm, 'Purpurcloud' með dökkpurpura blóm, 'Roseum með lillableik blóm.