Mjó-súlulaga form um 2-3 × hærri en breið. Greinar vita upp á við, langar, en oft líka breiðari efst á plöntunni en við grunn hennar.
Lýsing
Barrnálar á uppréttum sprotum kransstæðar, en á hliðargreinum greinilega í 2 röðum 25-30 mm langar, 3 mm breiðar, gljáandi dökkgrænar ofan með upphleyptri miðtaug, ljósgræn neðan.
Uppruni
Yrki.
Heimildir
7
Fjölgun
Sumargræðlingar í ágúst-september.
Reynsla
Í Lystigarðinum er ein planta frá 1999, sem var gróðursett í beð 2004, sem kelur stundum.