Kk hnattlaga þyrping af frævlum, kvk lítið grænt ber.
Blómgunartími
Júní.
Hæð
1-10(-15)m
Vaxtarhraði
Hægvaxta.
Vaxtarlag
Sérbýlisplanta. Tré 12-20 m hátt í heimkynnum sínum. Krónan egglaga eða næstum keilulaga. Vaxtarlag breytilegt en vex væntanlega hérlendis aðeins sem runni. Greinar langar útstæðar/skástæðar eða þá sveigðar. Börkur rauðbrúnn og flagnar. Árssprotar grænir.
Lýsing
Brum egglaga, græn, með aðlægar brumhlífar bogadregnar í oddinn/endann, brumhlífarblöð ávöl í endann og liggja mjög þétt saman. Barrnálar eru tvískiptar á útstæðum greinum, á uppréttum greinum meira eða minna kransstæðar, 1-3 sm langar, bandlaga, venjulega stuttyddar, mjókka snögglega við grunninn í stuttan legg. Nálar eru mjúkar, gljáandi, dökkgrænar að ofan, en fölgrænar eða gráleitar að neðan, niðurmjóar, stilkstuttar, 2-4 sm á lengd, bandlaga og venjulega stuttyddar. Nálarnar standa í tveimur röðum á hliðargreinum, en eru skrúfstæðar á uppréttum sprotum. Nálarstilkur er grænn. Blómin sitja í blaðöxlum á fyrra árs greinum og eru einkynja. Karlkynsblómin eru hnattlaga þyrping af fræflum, en kvenkynsblómið lítið grænt ber. Köngull líkist beri sem inniheldur eitt fræ, tvíkantað/tvíhliða, stundum líka ferkantað, 6 mm langt, ólífubrúnt, er umlukið kjötkenndri og rauðri frækápu (Arillus);
Uppruni
Evrópa, Atlas fjöll, L Asía, Kákasus.
Harka
6
Heimildir
1, 7
Fjölgun
Sumargræðlingar í ágúst - september.
Notkun/nytjar
Austur og norðurkantur í blönduðum beðum t.d. trjábeðum.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem keypt var 1988 og var gróðursett í beð sama ár. Kól örlítið allra fyrsta árið annars ekkert. Mjög falleg planta sem þrífst vel.Ýviður hefur verið reynst ágætlega í garðinum og verður að teljast meðalharðgerður til harðgerður.
Yrki og undirteg.
Yfir 100 yrki (cv) í ræktun t.d. Taxux baccata 'Repandens' - skriðull ýviður er til hér í fáeinum görðum og Þrífst þokkalega en vex mjög hægt. Hann er kvenkyns, - alveg jarðlægur, og með slútandi árssprotum á endum greinanna. Hann má t.d. nota sem þekjuplöntu undir stærri trjám og skuggsælli stöðum í garðinum, en skjól fyrir þurrum vetrarnæðingi er nauðsynlegt. 'Taxus baccata 'Fastigiata' - Súluýviður er írskur að uppruna og eru mörg afar gömul tré til af honum um alla Evrópu, enda mjög eftirsóttur vegna vaxtarlagsins. Hann er kvenkyns, hefur breiða, þétta og súlulaga krónu, og er hver einasta grein og árssproti vex lóðrétt. Hann nær allt að 4 - 7 metra hæð og hefur mjög dökkgrænar nálar. Ekki er vitað hvort hann hafi verið reyndur hérlendis.
Útbreiðsla
Hefur lengi verið í ræktun og mörg garðaform eru þekkt sem ekki er alltaf auðvelt að greina á milli.