Lauffellandi runni eða lítið tré, 3-5 m eða allt að 7 m hátt.
Lýsing
Laufin glansandi, hjartalaga-egglaga, 4-9×3-5 sm, með eitt par af hliðaræðum allra neðst á miðstrengnum, grunnur þverstýfður, stundum meira eða minna hjartalaga eða fremur snubbótt, oddur venjulega lang-odddreginn. Blómskipanirnar vaxa frá pari af endastæðum brumum, eru í 10-20 sm löngum skúf, hárlaus. Bikar um 2 mm langur. Krónan lillalit, krónupípa sívöl, 8-12 mm löng, flipar 4-5 mm langir, breið-oddbaugóttir, bogadregnir, útstæðir. Fræflarnir innan við eða í krónupípuopinu. Hýði sívöl-aflöng, 8-12 mm, nokkuð ydd í toppinn.
Uppruni
Yrki.
Harka
H1
Heimildir
2, http://personal.inet.fi
Fjölgun
Árangursríkast er að taka græðlinga af öllum sýrenu-yrkjum strax að blómgun lokinni. Þá rætast græðlingarnir best.
Notkun/nytjar
Í beð, í þyrpingar og sem stakstæðir runnar.
Reynsla
Ekki í Lystigarðinum en hefur verið sáð (2011).
Útbreiðsla
AÐRAR UPPLÝSINGAR: Blómin ilma vel. Fjöldi yrkja hefur verið þróaður með bláleit, fjólublá, bleikleit, rauðrófupurpura, purpura eða hvít, einföld eða fyllt blóm.