Yrkið er með gult lauf fyrst að vorinu, en laufið verður smám saman ljósgrænt.Lauffellandi runni, 3.5 m hár, þéttvaxinn og uppréttur, blóm ljósbleik, ilma vel.
Uppruni
Yrki.
Sjúkdómar
Runninn hefur mikið mótstöðuafl gegna sjúkdómum og meindýrum.
Yrkjunum verður aðeins fjölgað með græðlingum, sumargræðlingum, erfiðara er að nota vetrargræðlinga. Ágræðsla er líka möguleg. Plöntur upp af fræi eru aðeins notaðar sem ágræðslutré/runni.
Notkun/nytjar
Stórir runnar sem þurfa gott rými til að ná góðum þroska. Stakir eða í þyrpingum. Harðgerður, nægjusamur runni, þolir þurrka og frost.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til þrjár plöntur undir þessu nafni, sem sáð var til 1992, 1994 og 1996. Ekkert kal hefur verið skráð, þær þrífast vel og blómstra árlega.