Syringa bretschneideri Lemoine; S. emodi Wallich ex G. Don rosea Cornu; S. villosa v. rosea Cornu ex Rehder, Syringa villosa Vahl. Rosea
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Bleikur.
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
2-4 m
Vaxtarlag
Lauffellandi runni, fremur þéttur, bogaformaður/hvelfdur.
Lýsing
Lauf breiðegglaga-aflöng, 6-20×3-10 sm, nokkuð ljósari á neðra borði, en ekki bláleit, hárlaus nema á miðstrengnum á neðra borði, grunnur snubbóttur til dálítið yddur, oddur stutt-odddreginn. Blómskipanir meira eða minna uppréttar, endastæðar, í skúf, þéttblóma, 7-13 sm langar, hárlausar. Bikar 2-2,5 mm langur, hárlaus, tennur breið-þríhyrndar, um 0,5 mm. Krónupípa meira eða minna sívöl, mjó, bleik, 8-14 mm löng. Flipar 3-4 mm langir, standa út í rétt horn. Fræflar rétt innan við krónupípuopið. Hýði sívöl-aflöng, slétt eða því sem næst.&
Uppruni
NM Kína.
Sjúkdómar
Runninn hefur mikið mótstöðuafl gegna sjúkdómum og meindýrum.
Harka
4
Heimildir
1, 2, http://mosaid.org
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar, erfiðara er að nota vetrargræðlinga.
Notkun/nytjar
Stórir runnar sem þurfa gott rými til að ná góðum þroska. Stakir eða í þyrpingum.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til nokkrar undir þessu nafni, þar af ein gömul eða frá því fyrir 1960, sem kefur kalið dálítið fyrstu árin, hinum var sáð 1098, 1985, 1988 og 1990. Þær hafa yfirleitt kalið lítið sem ekkert og blómstra árlega, harðgerður runni, þarf að snyrta reglulega, klippa úr eldri greinar og kal.
Yrki og undirteg.
'Alba' er með hvít blóm. 'Lutea' er með gul blóm. 'Semiplena' er með hálffyllt blóm. Öll þessi yrki eru sjaldséð í ræktun.