Syringa tomentella

Ættkvísl
Syringa
Nafn
tomentella
Ssp./var
ssp. sweginzowii
Höfundur undirteg.
Koehne & Lingl.
Yrki form
'Superba'
Höf.
(Lemoine)
Íslenskt nafn
Fölvasýrena / Draumsýrena
Ætt
Smjörviðarætt (Oleaceae).
Samheiti
Syringa sweginzowii Superba
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítleitur, bleikur á innra borði.
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
2,4-3 m
Vaxtarlag
Stórvaxinn, uppréttur, lauffellandi runni, 2,4-3 m hár og álíka breiður.
Lýsing
Lauf langydd, lang-oddbaugótt, 10-14 sm löng, miklu ljósari á neðra borði en því efra, klasar mikið hærðir, leggir rauðleitir. Blómskipanir eins og hjá aðaltegundinni, Blómin hvítleit, bleik á innra borði, ilmandi. Frjóhnappar enda um 2 mm neðan við krónusauminn. Fræni aðeins lítið eitt lengri en bikarinn.
Uppruni
Yrki.
Heimildir
7, http://davesgarden.com
Fjölgun
Sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í beð, í þyrpingar, sem stakstæður runni.Blómin góð til afskurðar.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni sem sáð var til 1993 og gróðursett í beð 1995. Þrífst vel, kelur ekkert, blómstrar árlega.