Syringa sweginzowii Koehne & Lingl. , S. tigerstedtii H. Smith
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Bleikur, lilla-bleikur eða hvítur.
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
2-3(-4) m
Vaxtarlag
Lauffellandi, uppréttur runni allt að 4 m hár með fremur grönnum greinum.
Lýsing
Lauf oddbaugótt-aflöng, stundum mjórri en það, stundum egglaga eða lensulaga, 2-9×1,5-5 sm, hárlaus nema á miðstrengnum og stærstu hliðastrengjunum á neðar borði, ljósari neðan en ekki bláleit, grunnur yddur til snubbóttur eða næstum bogadreginn, oddur mjó-odddreginn. Blómskipanirnar endastæðar, stundum hliðstæðar, gisinn skúfur, uppréttar, 8-15 sm langir, hárlausar. Bikar 1,5-2 mm, tennur ógreinilegar, hárlausar. Krónan er bleik, lilla-bleik eða hvít, krónupípan næstum sívöl, 8-10 mm, flipar 3-5 mm, útstæðir og dálítið baksveigðir. Fræflarnir eru inni í krónupípunni. Hýðin mjó-egglaga, 1,5-2 sm, slétt.
Uppruni
SV Kína.
Harka
H1
Heimildir
2
Fjölgun
Sumargræðlingar, sáning.
Notkun/nytjar
Í beð, þyrpingar og sem stakstæður runni.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til nokkrar plöntur undir þessu nafni, sem sáð var til 1978, 1989 og 1991. Þær þrífast vel, hafa lítið sem ekkert kalið, blómstra árlega.Meðalharðgerður runni, fremur sjaldgæf tegund hérlendis. Snyrta þarf runnann reglulega.