Syringa amurensis Ruprecht, Ligustrina amurensis (Ruprecht), Ruprecht, S. reticulata v. mandshurica (Maximowicz) Hara, S. reticulata v. amurensis (Ruprecht) Pringle.
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Rjómahvítur.
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
- 6 m
Vaxtarlag
Uppréttur, lauffellandi runni eða lítið tré allt að 6 m hátt.
Lýsing
Lauf egglaga til breið-egglaga, stundum næstum kringlótt, 3,7-7(sjaldan allt að 10) ×1,8-7 sm, hárlaus, grunnur snubbóttur til bogdreginn. Laufleggir stinnir. Blómskipunin hárlaus. Krónupípa 1,5-2 mm löng, flipar 2-3 mm langir. Hýði 1,7-2 sm, toppur snubbóttur.
Uppruni
NA Kína, aðlæg Síbería og Kórea.
Harka
H1
Heimildir
2
Fjölgun
Sáning, græðlingar.
Notkun/nytjar
Í beð, þyrpingar, sem stakur runni eða tré.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur sem sáð var til 1981 og 1991. Sú eldri hefur kalið ögn flest ár, en sú yngri kelur ekkert.