Syringa reticulata

Ættkvísl
Syringa
Nafn
reticulata
Ssp./var
ssp. amurensis
Höfundur undirteg.
(Ruprecht) P.S. Green & M.C. Chang
Íslenskt nafn
Drekasýrena / Amúrsýrena
Ætt
Smjörviðarætt (Oleaceae).
Samheiti
Syringa amurensis Ruprecht, Ligustrina amurensis (Ruprecht), Ruprecht, S. reticulata v. mandshurica (Maximowicz) Hara, S. reticulata v. amurensis (Ruprecht) Pringle.
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Rjómahvítur.
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
- 6 m
Vaxtarlag
Uppréttur, lauffellandi runni eða lítið tré allt að 6 m hátt.
Lýsing
Lauf egglaga til breið-egglaga, stundum næstum kringlótt, 3,7-7(sjaldan allt að 10) ×1,8-7 sm, hárlaus, grunnur snubbóttur til bogdreginn. Laufleggir stinnir. Blómskipunin hárlaus. Krónupípa 1,5-2 mm löng, flipar 2-3 mm langir. Hýði 1,7-2 sm, toppur snubbóttur.
Uppruni
NA Kína, aðlæg Síbería og Kórea.
Harka
H1
Heimildir
2
Fjölgun
Sáning, græðlingar.
Notkun/nytjar
Í beð, þyrpingar, sem stakur runni eða tré.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur sem sáð var til 1981 og 1991. Sú eldri hefur kalið ögn flest ár, en sú yngri kelur ekkert.