S. patula (Palibin) Nakai, S. velutina Komarov., S. debelderorum Fiala.
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Purpura-lilla.
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
- 4 m
Vaxtarlag
Uppréttur runni, allt að 4 m hár.
Lýsing
Laufin egglaga til breiðegglaga eða oddbaugótt-egglaga, 5-11×2,5-5 sm, hárlaus ofan nema á stundum á miðstrengnum og aðalæðastrengjunum, grunnur snubbóttur til bogadreginn, sjaldan yddur, oddur ögn odddreginn. Krónan purpura-lilla, krónupípan 7-9 mm löng, bikar 2-4 mm langur.