Ungar greinar og aðalblómskipunarleggir meira eða minna ferkantaðar. Lauf oddbaugótt til breiðegglaga, 2-5×1-4 sm, hárlaus ofan nema stundum á aðalstrengnum og grófustu æðastrengjunum, grunnur meira eða minna bogadreginn, oddur meira eða minna snubbóttur til (oftast) stutt-odddreginn. Krónan purpura-lilla, hvít innan, krónupípa 8-12 mm langir, flipar 3-5 mm langir.