Lauffellandi runni sem liggur út af, verður 1,5-3 m hár og álíka breiður. Greinar mjóar og seigar, börkurinn rifinn, virðist ullkenndur.
Lýsing
Lauf lensulaga til oddbaugótt, 2,5-5×1,2-2,5 sm (allt að 6 sm löng) fínlega odddregin, djúpgræn, með aðlæga, fíngerð eða oftar strjála hæringu á efra borði og þétt grálóhærð á neðra borði, grunnur yddur til snubbóttur, oddur odddreginn. Blómin fjólublá-blápurpura, hvít innan, ilma mikið og eru í endastæðum skúfum á ársgömlum, dúnhærðum sprotum, allt að 10 sm löngum. Krónupípa 5-7(8) mm löng, flipar 2-2,5 mm langir, bikar djúp lillalitur.