Yrkjunum verður aðeins fjölgað með græðlingum, sumargræðlingum, erfiðara er að nota vetrargræðlinga, hægt að að skipta rótarhnausnum til að fjölga blendingnum. Ágræðsla er líka möguleg. Plöntur upp af fræi eru aðeins notaðar sem ágræðslutré/runni.
Notkun/nytjar
Stórir runnar sem þurfa gott rými til að ná góðum þroska, stakir eða í þyrpingum.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein aðkeypt planta undir þessu nafni. Þrífst vel, ekkert kal skráð, blómstrar.