Lauffellandi, uppréttur runni, um 3(-4 ) m hár og 2,2 m breiður, stundum tregur til að blómstra. Laufin stór. Knúbbar vínrauðir, blómin ilma, eru sterkbleik, þegar þau springa út, flottar lita-andstæður í hverri blómskipun. Blómin halda litnum vel þótt blómin séu að falla. Klasar allt að 20 sm langir og 10 sm breiðir, þéttblóm.
Uppruni
Garðauppruni (S. komarowii ssp. reflexa × S. villosa).
Sjúkdómar
Runninn hefur mikið mótstöðuafl gegna sjúkdómum og meindýrum.
Yrkjunum verður aðeins fjölgað með græðlingum, sumargræðlingum, erfiðara er að nota vetrargræðlinga. Ágræðsla er líka möguleg. Plöntur upp af fræi eru aðeins notaðar sem ágræðslutré/runni.
Notkun/nytjar
Stórir runnar sem þurfa gott rými til að ná góðum þroska, stakir eða í þyrpingum.
Reynsla
Ekki til í Lystigarðinum.
Útbreiðsla
AÐRAR UPPLÝSINGAR: Ein af athygliverðustu sýrenunum, en er samt fremur sjaldséð. Ekki skriðul. Best er að snyrta að blómgun lokinni með því að klippa fallin blóm af runnanum.