Rauðrófupurpura-blár á ytra borði, hvítleit innan.
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
3-4 m
Vaxtarlag
Stór, uppréttur runni.
Lýsing
Knúbbar purpuralitir, útsprungin blóm eru einföld, hvítleit innan, en rauðrófupurpura-blá á ytra borði. í allt að 15 sm löngum og álíka breiðum, gisnum klösum.
Uppruni
Garðauppruni (S. komarowii ssp. reflexa × S. villosa).
Sjúkdómar
Runninn hefur mikið mótstöðuafl gegna sjúkdómum og meindýrum.
Yrkjunum verður aðeins fjölgað með græðlingum, sumargræðlingum, erfiðara er að nota vetrargræðlinga. Ágræðsla er líka möguleg. Plöntur upp af fræi eru aðeins notaðar sem ágræðslutré/runni.
Notkun/nytjar
Stórir runnar sem þurfa gott rými til að ná góðum þroska, stakir eða í þyrpingum.