Lauffellandi runni, 2-3 m hár, kúlulaga í vextinum. Blómin stór, skærfjólublá innan og föl-lilla utan, áberandi, knúbbarnir með purpura slikju. Blómin í uppréttum klösum. Klasar allt að 20 sm langir. &
Uppruni
Garðauppruni (S. komarowii ssp. reflexa × S. villosa).
Sjúkdómar
Runninn hefur mikið mótstöðuafl gegna sjúkdómum og meindýrum.
Yrkjunum verður aðeins fjölgað með græðlingum, sumargræðlingum, erfiðara er að nota vetrargræðlinga. Ágræðsla er líka möguleg. Plöntur upp af fræi eru aðeins notaðar sem ágræðslutré/runni.'Elinor' er á eigin rót.
Notkun/nytjar
Hægt að nota sem lítið einstofna tré, mjög langlíft. Stórir runnar sem þurfa gott rými til að ná góðum þroska. Stakir eða í þyrpingum, í óklippt limgerði.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein, aðkeypt planta sem var gróðursett í beð 1981. Þrífst vel, hefur að vísu kalið ögn sum árin framan af, blómstrar árlega.