Syringa komarowii

Ættkvísl
Syringa
Nafn
komarowii
Ssp./var
ssp. komarowii
Íslenskt nafn
Næfursýrena
Ætt
Smjörviðarætt (Oleaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Purpurarauður til bleikrauður, hvítur á innra borði.
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
3-4 m
Vaxtarlag
Lauffellandi, uppréttur runni, 3-4 m hár eða hærri. Greinar ljósbrúnar, vörtóttar, ögn hærðar í fyrstu.
Lýsing
Lauf egglaga-aflöng til dálítið oddbaugótt-lensulaga 6-16 × 2,5-8 sm löng, mjókka til beggja enda, langydd, hárlaus ofan, dálítið hærð á neðra borði á æðastrengjunum, Grunnur dálítið snubbóttur til (oftast) yddur, oddur breiðyddur til nokkuð odddreginn. Blómskipunin endastæð, meira eða minna upprétt til drúpandi eða hangandi, næstum pýramídalaga eða sívöl, 7-20 sm, hárlaus eða ögn hærð. Bikar 1,5-2 mm, tennur engar eða ógreinilegar, oftast hárlaus. Krónupípa trektlaga, purpurarauð til bleikrauð, hvít á innra borði, 9-11 mm, flipar 1-2 mm, nokkuð uppréttir til útstæðir í rétt horn. Fræflar ná ekki fram úr blóminu. Hýði sívöl, aflöng slétt eða með smáar korkbletti.
Uppruni
V Kína.
Harka
H1
Heimildir
2,7.
Fjölgun
Sumargræðlingar, sáning.
Notkun/nytjar
Í beð, í þyrpingar, sem stakstæðir runnar.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til þrjár plöntur undir þessu nafni, sem sáð var 1993. Þrífst vel, ekkert kal.
Yrki og undirteg.
ssp. komarowii. Blómklasar meira og minna þéttblóma, 7-10 sm langir. Krónan purpurarauð, flipar nokkuð uppréttir. &