Sól og skjól, þolir nokkurn skugga, en þá blómstrar plantan minna.
Blómalitur
Fjólublár.
Blómgunartími
Júní-júlí.
Hæð
2-3 m
Vaxtarlag
Runni með uppréttar greinar.
Lýsing
Lauffellandi, stórvaxinn runni, sem verður 2-3(-4) m hár, er með uppréttar greinar, sem bera gnótt af fjólubláum blómklösum. Blómin ilma dálítið.
Uppruni
Klón.
Heimildir
http://www.ingibjörg.is, http://sites.google.com, http://leita.gardplontur.is, Jóhann Pálsson, Garðyrkjuritið 1998, bls. 13-15
Fjölgun
Sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Stakir runnar, í þyrpingu. Harðgerður runni og saltþolinn.
Reynsla
Er ekki til í Lystigarðinum. Þrífst vel meðal annars í Grasagarði Reyjavíkur. Myndirnar eru teknar í Grasagarði Reykjavíkur.
Útbreiðsla
UPPLÝSINGAR: Uppruninn er óþekktur, en þessi sýrena er ein úr hópi nokkurra sýrena sem var komið í geymslu hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur, en var aldrei sótt. Ein þeirra var síðar (eða um 1970) gróðursett við nýbyggt hús framkvæmdastjóra skóræktarfélagsins.Klónið fékk yrkisnafnið Villa Nova